<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 31, 2003

Hér sé rigning
Halló halló. Sitjum hér í aula multimedia í skólanum. Thad bara rignir og rignir endalaust hér hjá nos í Granada. Erum enn sael og glöd yfir hetjugestunum Hildigunni og Ingu Láru. En thessar elskur komu til okkar á sunnudagsmorgun eftir 16 tíma lestarferd. Thaer áttu ad koma kl.8 um morguninn en komu ekki fyrr en ad verda 12. Ég fór náttúrulega óttaslegin á lestarstödina thegar klukkan var ad verda 11. Skildi ekkert í thessu. Thegar thangad var komid kom í ljós ad seinkun hafdi ordid á lestinni. Thannig ad thaer áttu ad koma eftir hálftíma. Ad ég hélt, eeen neeiii. Ég skildi ekkert í thví af hverju klukkan á lestarstödinni var klukkutíma of sein. Ég og einhver frönsk kona hneyksludumst á thessu saman og skildum ekkert í thví af hverju klukkan var sein og lestirnar ókomnar. Konan ákvad ad spyrja starfsmann hvernig á thessum óskunda staedi. Var thá ekki bara búid ad svissa yfir í vetrartíma kvöldid. Og bara sisona tharna á lestarstödinni var mér gefinn heill klukkutími. Alveg ótrúlegt!! og enginn var búinn ad segja manni neitt, enginn kennari í skólanum eda neinn! Thad var sko alveg skrýtid.
Allavega, stelpurnar komu og fóru óhultar og vid sáum loksins Alhambrahöllina og Capilla Real (thar sem beinin af Isabellu og Ferdinand, Los Reyes Católicos, eru geymd. En thau sigrudu einmitt Granada árid 1492 og styrktu Kólumbus til Indlandsfarar sem átti eftir ad hafa soldid miklar afleidingar). Thad er nefnilega alger snilld ad taka túristann thegar madur faer gesti í heimsókn. En svo var náttúrulega alveg mest gaman ad spjalla og hlaeja. Og borda, vegna thess ad thad er svo audvelt ad réttlaeta alls kyns matarneyslu thegar stelpur koma saman ,,Madur verdur ad lifa ¿ha?..kommon vid vedum ad fá okkur sá súkkuladi". Já, thetta var alveg frábaert. Merci para mi mis belles amigas. Salut y salud.
Svo er bara rigning og rok! Takk fyrir. Vid upplifdum líka mikil vonbrigdi í dag thegar vid fórum med Ingeborg og Yvonne og aetludum kaupa mida á tónleika med Chick Corea, en thá var náttla uppselt. Og svo byrjadi alveg massíft ad rigna. En thad er semsagt djassfestival í gangi hérna núna og aetli vid förum ekki bara á einhverja adra tónleika.
Jamms lífid gengur bara sinn vanagang og vid aetlum ad taka góda laerdómshelgi til thess ad ýta okkur aedins lengra í spaenskunni...svo er próf fljótlega...og kannski bara adeins út í kvöld ad hitta krakkana. Adeins ad tékka á lífinu og Allraheilagramessu...Já svo vil ég bara óska honum födur mínum Pétri til hamingju med afmaelid í dag eda Feliz cumpleaños eins og er sagt hér í landi. Elsku fólk, hafid thad gott.
Hasta luego.

laugardagur, október 25, 2003

Áfram Ólafúúúr!!!
Jajea. Öll vesalings ritgerdin mín er víst ólesanleg en thannig er thad nú bara. Fari thad bara hellad til helvítis. Jaeja, thad er alltaf eitthvad ad breytast vegna thess ad nýjustu fréttir eru thaer ad Lilja og Steindór koma ekki á morgun heldur bara Ingus og Skördí. Thad er bara hid besta mál alveg hreint og verdur alveg rosa gaman ad fá thessar elskur. Já ég elska vinkonur mínar. Alveg frábaert fólk. Mikid skulum vid hafa thad gott og gaman saman.
En thad má nú heldur betur segja ad veislan okkur Gudmundar fyrir krakkana úr skólanum hafi heppnast vel. Thad átu allir vel og drukku. Ástralinn drakk kannski adeins of mikid og ég beid á milli vonar og ótta eftir thví ad hann sulladi raudvíni yfir sófann okkar thegar hann taladi af mikilli tilfinningu um systur sína. En hann sulladi bara á gólfid sem betur fer. Gudmundur lagdist svo veikur í rúmid. En honum er batnad núna.
Vid ákavádum ad verdlauna okkur fyrir ad hafa verid svona dugleg ad halda bod med thví ad liggja fyrir framan sjónvarpid og éta súkkuladi, kex med osti og lummur í allan dag. En thad vaeri ekki í frásögur faerandi nema ad mitt íslenska hjarta tók mikid stökk thegar sjálf hetja Íslands, Ólafur Stefánsson (eda ÓlaFúúri Stefanson eins og thulurinn sagdi) birtist á skjá sjónvarpsins. Spilandi med lidi sínu Ciudad Real sem tapadi leiknum ad vísu naumlega fyrir Barcelona, en hann var ad sjálfsögdu laaaangbestur og vid klöppudum mikid og gáfum marga faevara. Mér leid bara alveg eins og ég vaeri ad horfa á landsleik. Thannig ad vid aetlum núna ad fylgjast vel med leikjum lidsins í ríkissjónvarpinu og kaupum okkur kannski Ciudad real trefla. Áfram Ísland!
jaeja, skyldi vera haegt ad tjá sig núna um ömurleika thessa bloggers...

fimmtudagur, október 23, 2003

Madur laerir á thví ad laera heima krakkar!
Saelir heilagir hálsar mínir naer og fjaer. Er hér stödd á netkaffihúsi thar sem thrumad er á mann lon og don ógurlegri teknómúsík. Thetta er bara nálaegasta nethúsid og ódýrasta, og ég nenni hvort ed er ekki fara mikid lengra og saetti mig thví vid thetta.
Thad helsta sem er í fréttum er thad ad vid eigum von á gestum um helgina. Ad vísu adeins faerri en í upphafi aetludu sér ad koma. En vid fáum thó Hildigunni, Lilju og Steindór í heimsókn. Inga Lára aetlar hvort ed er ad halda med okkur hátídleg jól sem eru á naesta leyti thannig ad hún kemur bara thá. Thad verdur nú alveg rosa gaman ad fá krakkana í heimsókn, gott ad fá gesti vegna thess ad vid eigum alveg eftir ad massa túristann og gerum thad náttúrulega med krökkunum.
Gudmundur liggur heima í thremur peysum (thví híbýli vor eru ansi svöl thegar kólna tekur úti) og horfir á spaenskumaelandi Simpson fjölskyldu. Hann vaknadi nefnilega med tak í bak inu og verdur thví bara ad hreyfa sig sem minnst.
Já thad er farid ad verda ansi haustlegt hérna og er í augnablikinu ansi svalt. En manni er vel heitt ef sólin skín á mann. Og thad er betra ad sólin skíni vegna thess ad vid erum ad bída eftir ad handklaedin sem nú hafa hangid til therris sídan í gaer fari ad thorna. En vegna thess hve skemmtilega langan tíma thad tekur thau ad thorna (baedi eftir thvott og á milli bada) er alltaf voda skemmtileg fúkkalykt af theim.
Talandi um svona praktísk atridi thá kláradist líka gaskúturinn okkar um daginn. Thegar ég var í sturtu. Thad var nú allt annad en gaman og var svoldid mál ad redda vegna thess ad vid höfdum ekki hugmynd um hvar vid aettum ad fá nyjan gaskút. Og thad lá mikid á vegna thess ad vid verdum jú ad geta eldad mat og farid í heita sturtu. Thannig ad vid fórum heim til Pepe sem er litli leigusalinn okkar. Hann er ekkert smá skondinn kall, alveg svona týpískt spaenskur, lítill og feitur. Hann talar alveg rosalega hratt og haegir ekkert á sér eda reynir ad einfalda ord sín thegar vid skiljum ekki. Og vid thurfum yfirleitt ad tala vid hann um alls konar mikilvaega hluti. En vid nádum thó nokkurnvegin ad skilja hann í thad skiptid, en med miklum herkjum og ágiskunum thó. Sem betur fer reyndust thaer réttar og vid fengum gaskút í lítilli sjoppu rétt hjá okkur. Svo keyra líka um baeinn bílar med gaskúta. Their keyra inn í götu og flauta eins og brjálaedingar alveg spes flautuhljódi og thá koma allar kellingarnar út í glugga og segja theim ad koma til sín. En vid sáum thetta einmitt gerast thegar vid gengum heim úr skólanum um daginn.
Svona verda einföldustu hlutir ad vandamálum. Eda thad er ad segja vandamálum fyrir fólk sem hefur aldrei thurft ad svo mikid sem paela í heita vatninu sem streymir af thvílíkri munads gnaegt úr öllum krönum �slands og ylnum frá öllum ofnunum sem verma tvíglerjud húsin. Madur hefur náttúrulega bara mjög gott af thessu hardraedislífi.
En thad er nú eitt sem madur hefur ekki á �slandi og thad er ad geta týnt appelsínur af trjám vid Miklubrautina. Hér eru alls stadar appelsínutré og Mummi tharf ad stoppa vid hvert einasta tré til thess ad skoda thetta ótrúlega fyrirbaeri. Thaer eru bara graenar núna en Mummi hefur fulla trú á thví ad appelsínurnar eigi eftir ad throskast til fullkomins appelsínuguls litar. Ég leyfi mér thó ad efast í svala loftinu. En thad er aldrei ad vita.
Lífid gengur annars bara sinn vanagang, vid erum bara í skólanum og svona. Höfum voda lítid breyst nema bara hárid á okkur sem hefur síkkad svolítid. Svo erum vid bara á fullu ad skipuleggja ferdir til Marokkó og Alpujarra (fjallasvaedi hérna rétt hjá Granada thar sem er fullt af fallegum litlum thorpum). Erum alltaf ad lesa handbaekurnar um Marokkó og Andalúsíu sem vid pöntudum hjá Amazon (og tók bara 4 daga ad komast í hendur okkar). Rosa gaman.
Svo erum vid adeins farin ad kynnast nokkrum ágaetis krökkum úr skólanum. Ein af theim er thýsk stelpa og hún býr í íbúd thar sem íslenskur strákur býr líka og vid hittum hann sídasta föstudag. Hann heitir semsagt Fannar og er alveg fínasti madur. Og audvitad könnudust hann og Mummi vid hvorn annan úr réttó og af körfuboltavellinum í hverfinu eda e-h álíka. Svo er hann líka kaerasti Katrínar sem er vinkona Valýjar. Thetta er nú meiri brandarinn med litla �sland. Alveg fyndid.
Já, en vid aetlum ad vera alveg rosa skemmtileg og halda lítid matarbodspartý á föstudaginn fyrir thessa krakka sem vid höfum kynnst.
Alveg daemalaust gaman. En núna er mér ordid ískyggilega kalt á nefinu, höndunum og tánum (ég sit rosa nálaegt hurdinni) af setunni á thessu nethúsi. Tharf ad fara heim og laera. En thad er mikil nýlunda sem ég hef tekid upp á hér á Spáni. Ég er í alvörunni ad laera heima í fyrsta skipti sídan ég var í 9.bekk! hehe... Og thad er nefnilega mjög snidugt vegna thess ad madur laerir á thví ad laera heima. (heyrid thad thid sem enn erud ef til vill í menntaskóla stödd). Svava fraenka var alltaf ad segja mér (thegar hún var ad hjálpa mér fyrir frönskupróf) ad nota tungumálatímana í menntaskóla til thess ad laera vegna thess ad eftir thad thyrfti ég ad borga formúgu fjár til thess ad laera erlend tungumál. Ég var alveg jájá...en gud minn gódur hvad ég var hryllilega löt. Gat ekki drullast til thess ad gera tvaer aefingar heima. Svona er madur vitur eftir á...
Jaeja ég kved ykkur med theim ordum og bid ykkur öll vel ad lifa...
Adiós

föstudagur, október 17, 2003

Tapas geemmér meiri tapas
Halló allesammen! Erum stödd hér í skólanum. � dag verdur haldin hér mikil Fiesta svo thad verdur bara rokna stud á okkur skötuhjúunum. Vei. En fyrst thurfum vid ad halda inn í frumskóg illra og hradtalandi graenmetis og ávaxtasala og festa kaup á nokkrum kílóum thessara afurda gjöfullar náttúru sem fyrirfinnst hér á thessum sudraenu slódum. Brádum spilar strákur á píanó hér í skólanum, kl.12 vitum ekki hvort vid nennum ad hlusta á thad thví svengdin tosar okkur í átt ad heimili voru tharsem trodfullur ísskápur af vörum Mercadona supermercado og 72% kakóflísad súkkuladi bídur okkar. Svo er thad bara tapas med Ingeborg hinni norsku í kvellan. Jamms, thad lekur svo sannarlega tapas út um nefid á okkur hér í thessari gjöfulu tapasborg. Fórum og tékkudum á nokkrum tapasbörum og fengum margt skemmtilegt. Til daemis marínerada kolkrabba fálmara. Mmmm...alveg eins og ad tyggja eyra. Svo lentum vid á sveittum greinilega spontant tónleikum gítarsöngvara á einum barnum. Thad var nú alveg ekta. Og thad var bara midvikudagur. En hér eru víst fimmtudagar adaldjammkvöldin. Ok. Vid thurfum af sinna hambre-inu okkar. Jaeja, vale og nú vamanosum vid okkur heim. Adiós, hasta luego.

Martha y Mumms

miðvikudagur, október 15, 2003


mánudagur, október 06, 2003

Evrópuhippar eru skondid fólk
Thad er ein viss tegund fólks sem vid höfum ákaflega mikinn húmor fyrir en thad er sá flokkur er kallast Evrópuhippar, eda euróhippar eda hvad eina sem fólk vill kalla thessar verur sem: eru med dredda, göt á hinum ýmsustu stödum, eru med nokkra hunda í eftirdragi, hafa hangandi yfir sér maríjúana ský, litríkir klútar um höfud og/eda háls, alls kyns etnískt útlítandi glingur, rifin og taett föt og úttrodnir,gamlir bakpokar. Thetta er samt hid besta og rólegasta fólk, og eru allra thjóda kvikindi. Og hvert sem madur fer í Evrópu thá eru their thar, bara í mismiklu magni. Thad er alveg fullt af theim í Barcelona, sem og hér. Og svo eru thad sumir sem ákveda gagngert ad verda ad evrópuhippum (eins og ónefnd íslensk stúlkukind). Margir theirra búa á götunni og thad er einkenni á theim ad their hópa sig saman hvar sem their eru. Ferdast svo um í hjördum sínum og lifa örugglega bara ansi naes og tjilludu lífi. Eda kannski er thetta svoldid erfitt. Lifa á thví ad selja "chokolade...hasish..." eda glingur.
Ég tel til daemis ad thad búi lítil evrópuhippakommúna fyrir ofan okkur, thau eru alltaf ad spila Bob Marley og afríska tónlist og tvisvar á dag birtist dreddafólk med hundana sína til thess ad koma í kaffi og til thess ad fá sér ad reykja í gódra vina hóp. Argentíski madurinn sem býr vid hlidin á okkur svarar svo theirra músík med thví ad blasta Bob Dylan, hippi af gamla skólanum. Alveg indaelasti madur sem á hund, kaerustu og rautt mótorhjól. hehe, allir brjáladir í einhverja Bobba...
En hvadan skyldu evrópuhippar koma, eru thetta glatadir interrailfarar eda einfaldlega bara fólk sem thráir lausn frá skyldum hversdagslífsins.....?

föstudagur, október 03, 2003

Mummi hefur skrifad:

Já, nú er bjartur og indaell hversdagurinn tekinn vid med sumarsól, kúmínilmi og tungumálaskóla. Vid Marta erum búin ad finna frábaera leid í skólann sem liggur eftir einni af arabískustu götununum í Granada. Verst er ad thó ad ég sé búinn ad kaupa mér Marokkóskó thá freista their mín alltaf jafn mikid í hverri körfunni á faetur annarri, ég verd ad venja mig af thví ad góna alltaf á thá, ég á nú thegar eitt par.
� skólanum virdist ég ekkert skilja en annad kom thó á daginn thegar vid fengum skriflegt verkefni og ég var nokkud flinkur í theirri baráttu.
Haustid er adeins farid ad láta á sér kraela, ég held bara 22 stig í dag og hálfskýjad. Annars er thad nú bara ágaett á naeturnar, thá vaknar madur allavega ekki allur slímugur og innvinkladur í lökin.
Jamm, aetli vid snaedum ekki léttan kvöldverd í kvöld og förum sídan á barinn sem sörverar tapas med hverjum drukk, thad er nú einu sinni ad koma Helgi Björns.
Jaeja, thá er ekki fleira í thaettinum í kvöld, veridi sael.

miðvikudagur, október 01, 2003

Málfraedi málaedi...braedi!!!

Heilir og saelir hálsar hvar svosem thid erud staddir.

Ég (Marta) sit hérna vid tölvu í centróinu fyrir módern tungumál. Vid Mummi erum búin ad vera ad taka ásamt fullt af amríkönum, nokkrum thýskurum og örfáum japönum nokkurskonar stödupróf í spaensku. Fyrst skriflegt, svo málfraedi og ad lokum munnlegt. Ég er búin med mín en Mummi bídur eftir sínu munnlega. Já thad er óhaett ad segja ad ég hafi horfid aftur til foreldravidtals í 7. bekk tharna ádan í munnlega prófinu. Já thví their sem mig thekkja vita ad ég er gjörsamlega ömurleg í öllum málfraedum veraldar (tengist vaentanlega skorti mínum á staerdfraedihugsun). Allavega thá byrjadi thetta allt saman í 7. bekk thegar kennarinn minn var ad lesa yfir mér og mömmu einkunnir vetrarins. Ég fékk � (besti stafurinn) í öllum greinum nema (náttúrulega) staerdfraedi, handmennt og M�LFRAEDI! Og ég fékk rosa gott í ritun og bókmenntum. Kennarinn skildi engan vegin í thessu ósamraemi milli málfraedinnar og hins ritada og lesna. Alveg fáránlegt. Og svona hélt thetta áfram út alla mína skólagöngu (og ég var heldur betur sloppin í MH í öllu thessu bókmenntafraedingageri íslenskudeildarinnar), enginn kennari skildi neitt í thessu ósamraemi. Og heldur ekki thessi yndislega kona sem tók mig í munnlega prófid ádan. Hún var alltaf ad segja vid mig "¿Estás nervosa?....tranquilla tranquilla" thegar ég reyndi ad babbla mig áfram. hehe Allavega thá skildi hún ekkert í thví af hverju ég var svona ömurleg í málfraedinni samanborid vid thad sem ég skrifadi. Thannig ad ég var sett í meiri byrjenda málfraedikúrs og ritunar og taltjáningarkúrs fyrir lengra komna.
En thad er svosem haegt ad segja ad ritgerdirnar hafi reddad mér í gegnum MH.
Til ad mynda thá kjaftadi ég mig út úr Edlisfraedi 163 vegna thess ad thad voru ritgerdarspurningar á prófinu. hehe, thad var nú alveg fyndid. Ég gat ekki rassgat í daemunum en gat alveg bullad á fullu í ritgerdunum. Fékk svo ad endingu 6 í thessum áfanga en nádi thó. Svo lenti ég í mjög vandraedalegu á thegar ég hitti hana Sigrídi Lillý, kennarann á sinfóníutónleikum. Ég var med pabba og hún var med e-h fólki sem pabbi thekkti og svo heilsa ég henni og allir heilsast og blabla, svo segir hún eitthvad vid pabba ,,einn af mínum bestu nemendum" gud minn almáttugur nei og ég rétt gat svarad ádur en thau hurfu ,,...eeeekki alveg.." Smá mis hérna í gangi, hehe.

Jaeja thetta var nú útúrdúr og falleg endurminnig frá mínum menntaskólaárum sem nú eru lidin, vei vei!!!

En talandi um hina lídandi stund thá er allt í hinu besta gengi. Vid erum flutt inn í indaela íbúd mjög á Placeta cruz de Arqueros 7 í Albayzin bajo (nedra). Thar höfum vid naestum thví allt til alls. Thad sem vid höfum eru tvö svefnherbergi (heyridi thad thid vaentanlegu gestir!!), rúmgott badherbergi thar sem thvottavél er ad finna, pínulítid eldhús (thví midur engan ofn) og mjög fallega stofu med öllum tilheyrandi (og ekki tilheyrandi húsgögnum, ískápurinn er í stofunni) og vid erum med lítid sjónvarp sem naer 9 stödvum!! Thad er náttúrulega alveg magnad taeki til tungumálalaerdóms og sérstaklega hér thar sem ALLT sjónvarpsefni er á spaensku. Og ég sver ad ég mun aldrei geta vanist thessari ,,ad döbba allt" menningu. En fyndid er thad nú samt.
Eeen thad er einmitt heilmikid vesen sem tengist thví ad búa í svona íbúd. Til daemis rákum vid okkur á thad í gaer thegar vid aetlum ad fara ad elda ad thad eru afar fá verkfaeri í eldhúsinu til slíks. Engir almennilegar hnífar, hvítlaukspressa, pastasigti, skurdabretti, bara eitt glas og tveir litlir bollar og alls konar thannig. Madur er náttúrulega svo fáránlega vanur ad hafa allt til alls.
Jaeja, núna er Mummi ordinn ótholinmódur ad komast í búsáhaldainnkaup thannig ad ég hef thetta ekki lengra í bili.
Adiós fólk

This page is powered by Blogger. Isn't yours?