<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 27, 2003

athugid ad skrolla nidur til thess ad lesa II.hluta á undan III.hluta og munid: "Small shop - small price, just for you my friend"
Marta heldur áfram med III. hluta:
Eftir allt áreytid sem vid urdum fyrir í Fés, atvikid med teid, guidadjöfulinn og krípí kufl gaurinn á hostelinu sem reyndist sami túristaardraeninginn og allir adrir héldum vid fegin frá Fés til Meknés. Thó eftir töluvert thóf eins og vanalega vid leigubílstjórana. Vid komumst á endanum til Meknés fyrir um 110 dhiram (eda um 1000 kr), uppsett verd var ad sjálfsögdu helmingi meira.
Vid komum svo til Meknés um midjan dag, innritudum okkur á thetta líka fína hótel Núvó (thar sem nóttin fyrir tvo saman í herbergi kostadi 60 dh. HAH! Miklu betra hótel og helmingi ódýrara en Youth hostel helvítid). Thar tók á móti okkur kátur hörundsdökkur madur med skard á milli tanna sem strax thótti merki um gódleika og óvilja til thess ad leika túristagrey grátt, sem og verdid.
Vid héldum strax út til súpuáts á lókal stad á adaltorgi borgarinnar sem umlukid er miklum veggjum og skartar feiknarinnar bogadregnu borgarhlidi (sem sagt hlidi út úr Medínunni= gamla baenum). Mjög fallegt bara alveg hreint. Vid vorum náttúrulega áreitt af flugum og betlurum en slöfrudum bara tilfinningalaus og threytt upp í okkur rauda súpuna. Svo byrjudum vid ad vafra um midbaeinn í mannösinni og keyptum okkur lítid drasl hér og thar. Sama rútínan og vanalega, thar sem medína hvers baejar er thess hjarta. Eftir threytandi göngu (og thar sem Jennifer var slösud á faeti eftir reidhjólaslys í Nefjórki) var rössum hlassad nidur á bekki einungis aetludum kallmönnum. Á tehúsi. Thar sörveraradi gamall madur te í skítugustu glösum sem eg hefi borid upp ad vörum mér. En thad var svosem fyrir löngu búid ad feykja verstu pempíutiktúrunum langt út í eydimörk. Á stadnum sátu menn og spiludu á spil med thó nokkrum hávada en thá setti alla nokkud hljóda thegar their sáu thessa ljósskinna tylla sér nidur á yfirrádasvaedi theirra, their vöndust okkur thó fljótt og héldu áfram leik sínum. Svo keyptum vid okkur 20 mandarínur fyrir tíkall (íslenskar). Fáránlega gódarmandarínur skal ég sko segja ykkur, hef hvergi smakkad betri. Thegar tharna var vid sögu komid var thó nokkur threyta farin ad setjast í ferdalangana, thad var thví ákvedid ad skipta lidi. Jennifer vildi taka sínar myndir í fridi og vid vildum vafra adeins meir. Svo var ákavedid ad taka gott tjill upp á terrössu hótlesins um kvöldid. "I neeeed a beer jeeeesus chriiiist". Thannig ad eftir thó nokkud vafur um völundarhús medínunnar, thar sem einhver kalladi ad okkur á ensku "Watch out you foreigners, you shouldn't be here"hrökkludumst vid upp í Petit Taxi thar sem startgjaldid er 14 ísl. kr. og brunudum í Ville Novelle. Thad var í theim maeta tilgangi ad festa kaup á nokkrum öllurum í sérstakri áfengisverslun (thó ekki ríkisins). Var thad og keypt á íslensku verdi. Jennifer keypti svo ýmislegt gúmmeladi eins og t.d. semalíubraud (kúskúsbraud), crépes, dödlur, hnetur, kókoskökur og ég veit ekki hvad. Svo hjúfrudum vid okkur öll med teppi, svefnpoka og vasaljós uppi á thaki og raeddum um heima og geima. Jennifer sagdi okkur náttúrulega ótrúlegar sögur af lífi sínu í stóra eplinu og vid sögur úr Smokey bay, Bush baktaladur og allt thar á milli. Tal okkar var adeins truflad af baenakallinu og blindfullum Marokkóbúa sem kom upp til okkar og spurdi "How do you like Morocco" og Jennifer sagdi á bjagadri spaensku sinni "Yo creo very borracho"eftir thad kölludum vid hann Mr. Borracho og ég held ad hann hafi kannski verid hótelstjórinn.
Já svona lidu sídustu dagar okkar í Nordur-Afríku, bara ansi ljúflega. Vid fórum heim degi seinna en vid aetludum vegna thess ad vid fórum ad skoda Volubilis sem eru staerstu rómversku rústirnar í Marokkó. Ádur en vid fórum thurftum vid ad sjálfsögdu ad threfa vid ger aestra leigubílstjóra sem ad sjálfsögdu vildu allir mjólka okkur til sídasta dropa en vid vorum eiturhörd enda búin ad vera nógu lengi á stadnum til thess ad vera drullu sama um hvort madur vaeri leidinlegureda ekki. Í Volubilis var rosa heitt og indaelt mjög. Vid vöfrudum á milli rústanna, tókum okkar skyldumyndir fyrir pabba minn rómverjafan nr.1 og lágum flöt thess á milli og sóludum okkur.
Svo var haldid aftur til Meknés thar sem hjartnaem kvedjustund átti sér stad og loford um Íslands og New York heimsóknir voru gefin. Kominn tími til heimfarar og jólahalds.
Klukkan var um thad bil fjögur thegar vid héldum á rútustödina, thar var okkur tjád ad engar ferdir til Tetouan vaeru farnar í dag frá thessu fyrirtaeki. Thannig ad vid héldum á naestu rútustöd og keyptum okkur mida til Tetouan med rútu sem faeri kl. 10 um kvöldid fyrir 60 dh. á mann.
Vid eyddum thví sem eftir lifdi dags á netkaffihúsi (thar sem notud voru módem frá árinu 1996), kaffihúsi (thar sem skitid var í hreinlegar holur, ,,Vá thad er engin fýla á thessu klósetti!!!") og svo á "restaurant" rútustödvarinnar thar sem sídasta súpan var étin; volg, hárug, ofsodin og slepjuleg. Svo spiludum vid á spil og loksins var kominn tími til thess ad koma sér í rútuna. Thar inni fyrir var loftid ad sjálfsögdu súrt og samdauna kallmannsskrokkunum sem rútuna fylltu. Svo reyndist ákaflega thröngt á milli saeta og ekki var haegt ad halla theim aftur. Svo vard ungur madur sem sat fyrir framan Ingu Láru yfir sig ástfanginn af henni. Taladi vid hana í 2 mínútur svo fleygdi hann mida til hennar 10 mín. seinna og flýtti sér svo ad skipta um saeti. Á midanum stódu alls kyns fyndnar setningar á spaensku, frönsku og ensku, medal annars: I have a bac4
Var sú setning hin mesta rádgáta en restin svo sannarlega ekki.
Svo upphófust ýmsir leikir okkur til daegrastyttingar en thad vard heldur erfidara thegar threytan tók ad saekja á og thegar enn fleiri farthegar voru teknir upp í á midri leid (en vid áttum semsagt ad vera komin til Tetouan kl. 5 um morguninn). Thad var ekki haegt ad koma sér thaegilega fyrir. Alveg svona týpísk naeturferd daudans, bara miklu óthaegilegra. Sessunautur Ingu Láru, baud henni meira ad segja öxlina en virtist samt sem ádur lída hálf óthaegilega í návist thessarar fallegu vestraenu stúlku. Hann gaetti vel ad halda fjarlaegdinni á milli theirra sidsamlegri.
Vid komum svo loks til Tetouan eftir ad hafa keyrt í gegnum stjörnubjarta og thokukennda nótt. Thá var klukkan fjögur og ég vaegast sagt úrill og threytt med svefnpokann vafinn utan um mig. Einhvernvegin var okkur beint ad rútu sem fara átti nálaegt landamaerunum. Einhver henti bakpokanum inn í farangursgeymsluna og svo aetludum vid upp í en thá byrjadi rútan ad keyra af stad og viti menn ég gjörsamlega snappadi og stód tharna med úfid hár vafin inn í svefnpoka og öskradi af öllum maetti á rútubílstjórann og alla sem voru tharna staddir á módurmáli mínu. Bölvadi theim öllum í sand og ösku og skipadi honum ad stödva rútuna samstundis. Gargadi og gargadi allri gremjunni út úr mér sem byggst hafdi upp á thessum örfáu dögum gagnvart marokkóskum kallmönnum. Audvitad aetladi bílstjórinn ekkert ad keyra í burtu, thetta er bara marokkóska venjan, ad byrja ad keyra haegt af stad thegar búist er til brottfarar, en thid verdid ad skilja. Madur var alveg gjörsamlega búinn á thví, en Ingu Láru fannst thetta a.m.k vera hápunktur heimferdarinnar. Eftir thetta gekk heimferdin bara vel og áfallalaust fyrir sig. Vid sigldum náttúrulega áhyggjulaust yfir landamaerin framhjá stórum hópum karla og kvenna sem voru ad reyna ad komast yfir. Mikid skildi ég thau líka vel.
Thar med segi ég thessari ferdasögu lokid.
Eftirmáli:
Ekki miskilja mig thótt minn kafli hafi litast af pirringi. Thetta var alveg ótrúleg ferd og mögnud. Ótrúlegasta ferdalag sem ég hef farid í. En líka erfidasta, enda vorum vid í framandi menningarheimi og flestir their menn sem vid áttum samskipti vid eru their sem hafa vidurvaeri sitt af túristum. Ég get líkt theim vid dýr sem er gefinn sykur, (sykur=túristar med pjéééninga). Eftir sykurgjöf verda thau tryllt í meir. Og thessi tryllingur er engu líkur....
En flest fólkid var mjög saett, konurnar, börnin og gömlu karlarnir. Semsagt their sem áreittu okkur ekki. Stördu bara jafn forvitnum augum á okkur og vid á thau. Svo hittum vid audvitad alger yndi eins og hann Jamal, tródum okkur út af dásamlegri matargerd, eignudumst góda vinkonu, skemmtum okkur frábaerlega vel og urdum brjálaedislega reid og allt thar á milli. Og thad er einmitt thad sem gerdi thessa ferd svona frábaera. Allt thetta sem var thar á milli og ekki er haegt ad koma í ord. Get bara sagt, you had to be there...
Fyrsta hluta ferdasögu má finna á Ingu Láru sídu
II: hluti
Mummi ritar:
Já, thannig var thad. Eftir um 5 tíma rútuferd med módern rútu thar sem hin amríska Jennifer aeldi í poka komum vid til Fes. Ég vildi ólmur gista á ógedslegu hóteli med blautum gólfum, sem var stadsett í midborginni en stelpupjöllurnar thóttust of fínar fyrir thad, enda vanar 2000 dollara hótelum og slíku. Úr vard ad vid fórum á Unghóstel sem er í Nýja baenum eda Víll núvell.
Thar var tekid vel á móti okkur og vid vörud vid haettum borgarinnar og vid drukkum í okkur lygina ásamt volgu myntutei.
Unghóstelid var eiginlega frekar í líkingu vid herbúdir heldur en hótel og giltu thar inn- og útgöngubönn meirihluta sólarhringsins eda frá 22:00 til 8:00, 10:00 til 12:00 og milli 15:00 og 18:00. Gott.
Nújaeja, vegna thess hve "haettuleg" borgin er thá reddadi hosteleigandinn okkur gaed, eda réttara sagt thá reddadi hann vini sínum dagsvinnu og vinum hans möguleika á ad glepja graenu útlendingana sem vid vorum. Ad morgni dags fórum vid med thessum ljúfa, undirförla manni ad skoda Fes. Allt rosaflott og merkilegt og málmsmidir ad smída katla og asnar ad bera gaskúta og fleira svona framandi stöff. Nújá, thegar kom ad thví ad skoda e-n fínann háskóla thá kostadi thar 10 dírham inn. OK, fínt. Naest var farid med okkur í hina vídfraegu Tanneríu thar sem allt heimsins ledur er litad og Ameisíng reis var upprúllad á filmu. Thar á víst formlega ad vera versta lykt í veröldinni en vid fundum svosem ekki mikinn mun á henni og loftinu sem nidur úr okkur sjálfum gekk.
Á thessu vídfraega stad var farid ad reyna ad pranga inn á okkur ýmsustu ledurvörum á ledurkenndu verdi en vid vorum á thessum tímapunkti ordin ansi hörd í vidskiptum og létum ekki glepjast af mjúkmálga Marokkóum. (Thess má geta ad allan tímann kinkadi gaedinn okkar kolli og sagdi it´s a very good price, enda gódvinur hans sem átti búdina...good quality..).
Naest héldum vid í teppabúd (audvitad) og drukkum te(audvitad). En eftir um hálftíma sýningu sáu their félagar, gaedinn og teppasalinn, ad vid vaerum bara félausir stúdentar og pökkudu hneyptir öllum teppunum saman og ...thank you Sir, madame... wellcome to Morocco.
Eitt thad versta sem madur getur deilt med Marokkóbúa er ad uppljóstra hvad mann vantar, thá eru their átómatískt búnir ad vinna thví thá vita their ad mann langar í tiltekinn hlut og geta sprengt verdid upp ad vild. Ég missti semsagt útúr mér ad mig langadi í teketil og Marta sagdist vilja kaupa te. Á augabragdi vorum vid komin inn í verslun annars gódvinar gaedsins, tekatlahöndlarans og ég farinn ad láta glepjast af sölumennskunni. Med ótrúlegum prútthaefileikum mínum gat ég thó fengid antíkketil og stóran bakka úr hvítmálmi (..never change color...for very good tea...) fyrir 350 dírham eda 3500 krónur (upphaflegt verd 350 fyrir hvert eda 600 fyrir baedi). Ég var ánaegdur, hérna í Granada hefdi thetta kostad um 6000 kr.(their voru ánaegdir ad losna vid gamalt dót sem á sínum tíma hefur kostad 20 krónur ad framleida).
Já, og thá er komid ad hraedilegasta atviki allrar ferdarinnar ad mati Mörtu, en thad átti sér stad í jurtabúdinni.
Í jurtabúdinni tók á móti okkur vélmennadrengur sem taladi fjálglega á stadladri ensku um alla heimsins ilmi og krydd og laumadi inn fyrirfram forritudum bröndurum um "thetta krydd sem er sérstaklega vinsaelt hjá konum sem kunna ekki ad elda" og hann fraeddi okkur um moskusilminn sem kemur úr kyrtlum antilópunnar og hann nuddadi á okkur ýmsum ilmum med thjálfudum hreyfingum ungs vélmennis. Gaedinn sagdi "you wanted tea madame?" og Marta játti thví og vid fengum raedu um gaedi marokkóska tesins og hvort hún vildi nú ekki 100 grömm. Jú, fínt. Og hvad kostadi thetta nema 50 dírham! (500 krúnur, thid aettud ad vera farin ad fatta reiknikúnstina ad breyta úr dírhömum i krónur). Fyrir thetta verd er haegt ad kaupa 250 gr. af gaedakaffi á Íslandi! Nei, ég vil thá bara 50 gr. Thá sagdi gaedinn, sem greinilega var einnig velkunnugur eigendum thessarar verslunnar, no, hundred is better, hundred is better..og Marta sagdi thá bara ókei.
Thegar fram lidu stundir fór thetta atvik svika og kúgunar ad hafa athyglisverd áhrif á tholinmaedi Mörtu Sigrídar gagnvart svikulum Marokkóbúum (nb. vid hittum samt alveg tvo innfaedda sem voru ekki ad reyna svindla á okkur á e-n hátt, takk, Ali og Jamel) og teid er nú bitur minnisvardi um grunleysi okkar á theim tíma.
Í stuttu máli sagt thá losudum vid okkur vid gaedinn og röltum sjálfstaed um nokkrar af hinum 9500 götum Medínunnar.
Thegar vid komum heim á hótel var spjallad og vid komumst ad ýmsu athyglisverdu um hana vinkonu okkar Jennifer frá New York og má segja ad hún sé ansi samofin gljálífi theirrar borgar med öllum sínum kvikmyndastjörnum og péningum. Nóg um thad.
Vid sáum semsagt nú ad engum var treystandi í Marokkó og allra síst hinum slísí hóteleiganda sem hafdi sigad á okkur thessum gaeddjöfli.
Einn daginn fórum vid til smábaejarins Seffrou. Thar var einn lítill ljótur foss og svo madur sem vildi sýna okkur baeinn og taladi ensku. Sagdist vera intelligent, ólíkt ödrum á svaedinu. Vid vildum ekki lenda í klónum á ödrum gaed og thökkudum pent fyrir. Hann thóttist thá einhvernveginn redda okkur leigubíl og heimtadi svo pening fyrir ad hafa hangid utan í okkur í hálftíma og horft á okkur drekka te. Á úrslitastundu bad hann um pening fyrir mat, fyrir mat ....I NEED MONEY FOR SMOKING HASHISH!!! AEpti hann í gengnum bílrúduna og Inga Lára gaf honum 2 dírham fyrir hreinskilnina. Hann var thá kannski ekkert meira intelligent en adrir tharna og ég veit heldur ekki um bókina sem hann thóttist vera ad skrifa.
Leigubílstjórinn var fífl. Vid skulum bara hafa thad á hreinu. Hann fór med okkur í e-d smáthorp sem vid héldum ad vid vildum skoda en svo ákvádum vid bara ad fara til Fes aftur. Thá upphófst skringilegt rifrildi á frönsku, spaensku, ensku og arabísku og peningar gengu fram og aftur milli Ingu og hans og hann heimtadi meira og meira, gaf henni til baka, thad vantadi 30 dírham upp á afganginn, hann heimtadi ad fá allt aftur og....bla bla og Marta held ég ad hafi aetlad ad drepa hann, thá birtist gamall madur sem taladi spaensku og vid gátum sagt honum ad vid vildum fara til Fes og vinsamlegast 30 dírhamin sem bílstjórinn aetladi ad raena af okkur. Thad hófst á endanum. Vitum vid ekki af okkur fyrr en vid erum komin á 150 km hrada og takandi fram úr bílum med blússandi umferd á móti á vegi sem í besta falli jafnast á vid sveitavegi Íslands thví eins og allir vita losa karlmenn oft um gremju med thví ad keyra eins og hálfvitar. Vid sátum bara og sögdum ekki múkk og ég tuldradi í sífellu "hann er bara ad hraeda okkur, ekki láta sjást ad thid hraedist" en á endanum var ég farinn ad efast um ad thessi madur vildi nokkud halda lífi sjálfur og hverju skipti thad thó hann taeki fjóra illgjarna túrista med sér til helvítis? En thá, sem betur fer vorum vid komin inná verndarsvaedi lögreglu og vaxandi umferdar og vid héldum lífi.
Thegar vid vorum komin til Fes stauludumst vid inn á Hammam (badhús) og fórum í heita sturtu og skoludum af okkur feigdina. Um kvöldid var náttúrulega spjallad og svo drulludum vid frá thessum stad helvítis snemma morguns til Meknes. Ádur en thad gerdist nádum vid Marta thó ad taka thá í ledurbúdinni í rassgatid og Marta fékk fína útsaumada inniskó á 50 dírham, en their höfdu krafist 250 dírhama í upphafi. Hlustid nú vel: trikkid í prúttinu er ad saetta sig bara vid ad madur fái enga skó og labba út úr búdinni. Thá koma their hlaupandi á eftir thér og segja " ok, seventy dirham" og madur gengur áfram...."ok, you will have them on special price, fifty" og thá er madur ánaegdur og kaupir skóna sína.
Jamm, vid vorum búin ad snúa á thá helvítin og Meknes beid okkar hlý og gód.

miðvikudagur, desember 24, 2003

Flís navídad
Elsku vinir og familí. Hér skín sól, allir barir opnir, róni slagadi ádan nidur elvíru götuna og stelpa baud okkur hass til sölu. Já, ég myndi nú ekki beinlínis segja ad Spánn vaeri land jólaandans. En vid reynum. En thad hefur gengid á ýmsu í matargerdinni í dag, ég skar mig á fingri thegar ég var ad skera nidur tobleron í toblerónís sem vid bjuggum til (og ég vona ad sé gódur).Svo aetladi ég ad hafa svo flott raudkál, keypti thad ferskt og svo byrjudum vid ad sjóda og allt tilheyrandi stúss, en kálid var svo hryllilega beiskt. Thad endadi med thví ad Mummi fór út í búd og keypti krukkukál og thá kom náttúrulega í ljós ad thetta var alls ekki raudkál sem ég var ad reyna ad sjóda, heldur raudsalat eda eitthvad álíka. Og bragdadist ferskt eins og fíflamjólk ad sögn Mumma.
Svo erum vid bara búin ad thrífa og svona. Anna Rut hringdi og thad var gaman. Familían er náttúrulega búin ad hringja nokkrum sinnum hehe. Vid erum líka med thokkalega marga pakka thar sem okkur barst vegleg DHL sending í gaer. (Thad er ekki haegt ad treysta spaensku póstthjónustunni thar sem pabbi sendi mér pakka thann 14. nóv sídastlidinn sem ég hef enn ekki fengid).
Svo er náttúrulega hún Inga Lára hjá okkur, thessi elska. Hún náttúrulega alveg yndislegur jólafélagi. Svo verda tveir svissarar hjá okkur í kvöld, Yvonne sem var med okkur í skólanum og vinkona hennar sem vid vitum ekkert hver er... hehe. Thetta verdur nú eitthvad fyndid.
Jamms, thad er ekki laust vid ad innra med manni baerist tilfinningar saknadar og jóla nostalgíu. Eeeen thad koma jú jól eftir thessi jól og thetta er ansi forvitnileg upplifun. Ég meina, madur paelir aldrei hvadan raudkálid og góda sósan koma. Thad fer bara á diskinn manns. Núna skil ég allavega fyrirhöfnina.
Elsku fallega fólk, hafid nú sem allra bestust og fallegust jól, lesid yfir ykkur og etid thar til thid getid ekki meir. GLEDILEG JÓL sakna ykkar allra meira en ord fá lýst!!

sunnudagur, desember 21, 2003

Sjùkran sjùkraaaaan drulladu ther buuuurt
Erum enn stodd i borginni Meknes her i Maroc eins og Frakkarnir kalla thessa fyrrverandi nylendu sina....Erum annsi glöd en threytt tho a öllum kallhelvitunum sem hafa reynt ad hafa okkur ad fethufu vid öll hugsanleg taekifaeri....ferdasagan kemur seinna. Tökum rutu klukkan 10 i kvellan til borgarinnar Tetouan og tökum svo ferjuna til Spanar a morgun. Vid vitum semsagt ekki hvad vid eigum ad gera af okkur a milli 5 og 7 i fyrramalid. Reynum kannski ad hùkka okkur far med asna fra Tetouan til landamaeranna.. Jaeja Au revoir ooog meeerriii krissmass

þriðjudagur, desember 09, 2003

Lifir hann enn?
Thad hefur ýmislegt drifid á daga okkar sídan sídast var sgrevad. Vid héldum í reisu til Madrídar um tharsídustu helgi og Sevilla um sídustu helgi. Thad var alveg sérdeilis frábaert. Thannig ad nú höfum vid verid í helstu borgum Spánverja og uppgvötad thad ad Granada er alveg hreint einstök. Í Madrid var töskunni hans Mumma naestum thví raent á Burger king, en svo var veskinu hans loksins stolid hér í Granada adfaranótt mánudags er vid snaeddum Shawarama á calle Elvíra í rólegheitunum í adeins um 30m fjarlaegd frá heimili okkar. Vid höfum thví laert thá lífsins lexíu ad madur er hvad varnarlausastur gegn thjófum er madur snaedir skyndibita.
Í Sevilla bjuggum vid eins og kóngar á heimili vinkonu okkar Blöncu og átum vel mat sem matreiddur var af módur hennar. Thannig er maedra matur hvar sem madur er í veröldinni staddur, alltaf bestur.
Lentum svo í svakalegum rigningum sem ollu thví ad thad tók okkur klukkutíma ad keyra heim til Blöncu frá midbaenum vegna thess ad thad hafdi flaett yfir svo margar götur.
Og nú eftir öll thessi ferdalög, skröll og thjófnadi, naestum thví thjófnadi og flód er tími til kominn ad thrífa íbúdina og laera sagnir thví vid eigum lokapróf hangandi yfir höfdum okkar á fimmtudaginn naestkomandi. En thá fáum vid einmitt Lilju og Steindór í heimsókn, svo Ingu Láru á föstudaginn og svo verdur farid til Marokkó á sunnudaginn ad finna Monsieur Malachala...ég held nefnilega ad hann lifi enn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?