<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 27, 2004

Eg hata tolvur. Get ekki lagad thetta.
Eeeeeespánn
Blogg dagins í dag verdur tileinkad spaenskri tungu. Thannig er nefnilega mál med vexti ad hljódid s+samhljódi er ekki til í spaensku, thvi verdur ávallt ad fylgja hljód stafsins e. T.d heitir Spánn í spaensku España en ekki Spaña. Thetta hefur verid okkur upspretta hláturs og gledi oftar en einu sinni. Thad eru nefnilega thó nokkur tökuord úr ensku og amrískri daegurmenningu í spaensku (off kors). T.d. nota their ordid spray. Borid fram: espray. Nokkur daemi: espíderman, espríte (sprite), (vid horfum mikid á Simpsons), eSmithers, eSpringfield. Svo er dramatísk panodíl auglýsing í sjonvarpinu thar sem örthreyttur nútímamadur gargar EEEEEEEEEEEEEstooooop.
Um daginn rákust vid svo á kunningja okkar argentískann sem vinnur vid thad ad skipuleggja tónleika í Ganada, hann tilkynnti okkur thad spennur ad enginn annar en sjálfur EStíng vaeri ad koma til Granada. Vid veltumst um af illkvittnum hlátri eftir ad madurinn var horfinn úr augsýn ad sjálfsögdu. "Heimsku Spánverjar" er setning sem sleppur ósjaldan af vörum Gudmundar. En bara í gódu ad sjálfsögdu.
Thessar elskur eru bara med svo gedsýkta thýdingaráráttu, sem hlýtur audvitd ad fara svolítid í taugakerfid á manni thegar smekkleysan dynur á manni dag eftir dag. Thad er meira ad segja fólk sem fer á "El rey de los hamburgesas" og drekkur "Siete úpp" og bidur um einn "Fittífittí". Madur verdur bara ad hafa gaman af thessu og hlaeja á kostnad spanjólanna. (og kannski líta í eigin slettusýkta barm)

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Já, thad er nethús (get ekki kallad thetta netkaffi thví hér er enga slíka drykki ad fá) vid hlidin á skólanum. Thví ekki ad deila med ykkur daglega einhverju af thví aesispennndi dóti sem á vegi okkar verdur. Um thessar mundir er líf mitt mjög spennandi og aesilegt thví ad ég er gjörsamlega forföllud í hinum stórkostlega bókaflokki er kallast "His dark materials". Já, thetta slaer hr. Potti alerlega vid ad mínu mati. Sem mér finnst thó enn stórskemmtilegur. Ég er ekkert ad svíkja hann sko. Er núna stödd í midjubókinni og get ekki haett. mér thykir reyndar mesta furda ad ég sitji hér en ekki heima lesandi.
Thad var bara af thví ad ég gleymdi ad segja ykkur thad skrítnasta sem mig dreymdi. Thad var nefnilega ad ég var skyndilega byrjud í fornáminu (hinu sama og mínar bestu vinkonur Kaja og Helga Björg stunda um thessar mundir). Sem var í eldgömlu húsi, allavega. Ég fer á klósettid og aetla ad sturt mér á milli haeda, nema ad ég skildi ekki af hverju thad gerdist ekkert. Nema svo stend ég í klósettinu og sturta og thá fatta ég ad thetta er eitthvad rangt, madur getur ekkert sturtad sér á milli haeda. Og ég verd drullu hraedd vegna thess ad sogkrafturinn er grídarlegur og ég rétt slepp úr salernisskálinni.
Kannski ad klósett séu dyrnar ad nýjum víddum? Allavega tókst Signýju fraenku minni ad hraeda mig thegar ég var lítil med thví ad vampýra myndi bíta mig í rassinn thegar ég faeri á klósettid ad kúka. Enginn veit hvad býr í klósettskálinni, gaeti Thorgrímur Thráins kallad nýjustu bókina sína.
heyridi, nú er eg farin heim ad lesa meir. Mummi says hi.

mánudagur, febrúar 23, 2004

Jaeja, thad snjóadi ekki í Granada um helgina, en thad rignir víst enn.
Um thessar mundir dreymir mig stödugt um vaentnalega heimkomu mína (eftir rúma 3 mánudi nb.). Thad er alltaf búid ad breyta einhverju í herberginu mínu (sem er reyndar rétt, thar sem fadir minn hefur víst lagt thad undir sig sem lestrarstofu) og allt einhvern vegin alveg rosa skrýtid. Svo er mig alltaf ad dreyma kórinn og ad ég eigi ad vera med á einhverjum tónleikum eftir hálftíma og ég kann ekki neitt. Eda thá ad ég hafi á einhvern hátt brugdist og gert eitthvad hraedilegt sem hafi graett kórstjórann.
Svo er thad hid síendurtekna stef dauda fjölskyldumedlima minna í draumum.
Já, ég segi ekki draumfarir mínar sléttar. Thar hafid thid thad. Mummi á líka erfitt med svefn á stundum. Ég held nefnilega ad thad búi einhverjir skrýtnir andar tharna med okkur í íbúdinni sem krukki í hausunum okkar á nóttunni.
Jaeja, ég aetla ekki ad segja meira í bili annad en hafid thad gott og stay alive plís.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Úti fyrir er rigning og thvottur úti á snúru heima. Greit. Vid sitjum thví hér á thessu nethúsi sem er vid hlidina á skólanum og bídum thess ad haetti ad rigna. Gudmundur situr hér vid hlidina á mér: Hefurdu eitthvad ad segja? (thögn)..umm...aahhh...bara svangur ég er. En Mummi thú varst ad borda! Ég er samt svangur. Vid eigum nákaveaemlega hundrad og fjögur thúsund á mínum reikning (er ad skoda einkabankann).
Jaeja, tharna hafid thid thad. Rigning, ekkert Karnival thessa helgi vegna thess ad thad á ad rigna og thrumast og eldingast thar.
Jaeja, 14 thúsund á mínum reikning. Tharna hafid thid thad líka.
Svo á ad snjóa í Granada um helgina.
Febrúar til fasanaáts.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Jaeja, ég aetla adeins ad skrifa núna í dag..já í dag.
Hm, matarbodid hjá Tuiju og Lauru var mjög indaelt. Thaer búa semsagt í blokk í úthverfi hér í Granada. Íbúdin theirra var eins og höll í samanburdi vid "hellinn" okkar Mumma. Ég veit ekki hvort vid höfum nokkurn tíman sagt frá híbýlum okkar naegilega vel, eda frá theim thjáningum sem vid höfum mátt thola thar. Ok, thetta er nú alls ekki svo slaemt, en málid er bara thad ad thegar vid tókum vid íbúdinni vorum vid mállausir útlendingar sem vantadi íbúd sem allra fyrst og thess ber ad geta ad vid thurftum m.a.s. ad hafa thessa íbúd af ödrum stelpum. Allavega, hún er á alveg yndislegum stad, eldgamalt hús í fallegasta hverfinu...nema (og núna verda útlistadir nokkrir smávaegilegir gallar):
1. Vid fáum nákvaemlega ekkert sólarljós inn í húsid (enn sem komid er allavega). Tveir gluggar snúa út ad götunni thannig ad helmingur íbúdarinnar er gluggalaus eda snýr út ad pínulitla patioinu okkar thar sem vid hengjum út thvottinn okkar (ok. STÓR plús vid erum med thvottavél..sem er thó krónískt súrlyktandi). Semsagt: Vid thurfum alltaf ad vera med kveikt ljós inni hjá okkur í landi sólarinnar.
2. Vid erum ekki med ofn!! Sem thýdir: Engin heimatilbúin pitsa (eda hraeódýr pitsa keypt úti í búd til upphitunar). Ekkert lasaña, engar kökur eda möguleiki til braudgerdar (ok, ég var bara búin ad sjá thad svo fyrir mér hvernig madur myndi hafa tíma til thess ad baka braud alla daga...thótt vid hefdum kannski bara gert thad einu sinni). Allavega, thegar madur hefur ekki eitthvad sem madur telur svo sjálfsagdan hlut vanalega ad madur tekur varla eftir honum, thá sér madur lífid í nýju ofsteiktu samhengi. Vid förum um thad bil med 3 lítra af ólívuolíu á hverjum 3 vikum. Og gud minn gódur, thad er rosalegt maus ad gera lasaña í potti! Ójá...reyna ad láta ostinn ofan á brádna med thví ad halda heitri pönnu yfir! Svo höfum vid bara einn annann lítinn raudann pott thar sem vid thurfum skiljanlega ad hita ýmislegt. En málid er bara thad ad klaedningin innan á thessum potti er smátt og smátt ad flagna af. Thannig ad t.d. madur getur alltaf séd litlar svartar flyksur ofan á kaffinu sínu (af thví ad vid hitum alltaf mjólkina í kaffid). Fyrirgefid málaedid, thetta kunna ad virdast smávagileg atridi! En thau geta ordid ansi stór fyrir manni!
3. ENGIN UPPHITUN!!! Fyrir utan lítinn rafmagnsofn sem hitar (og satt best ad segja OF hitar) adeins 30 cm radíus í kringum sig. Og hér eru öll gólf flísalögd. Já, hér á sjálfum Spáni hef ég tholad verstu kulda lífs míns. Thad er í alvörunni skárra ad vera úti fyrir á göngu heldur en heima hjá sér í kyrrstödu. Og thar sem ekkert sólarljós naer inn til okkar thá er íbúdin alveg eins og hellir. Sem eflaust er mjög gott í óbaerilegum sumarhitum. En ég segi bara eins og pirradur S pánverji POR FAVOR!

Thetta var bara svona smá kvart. En ad öllu jöfnu thá erum vid afar ánaegd med lífid hér og erum nú svo sem ekkert alltaf heima hjá okkur. Nei, vid erum nefnilega ad medaltali í matarbodum svona 3 í viku. Vorum t.a.m. heima hjá Yvonne í gaer thar sem alpneskur matur var á bodstólum. Svo aetlum vid ad gera sushi med Blöncu og Dominik í kvöld. Og thar sem thau eru med ofna heima sjá sér thá getum vid alltaf stungid upp á thví ad vid gerum pitsu heima hjá theim. OG thad sem enn betra er; innan thriggja vikna verdur vorid endanlega komid hingad til Granada sem thýdir ört haekkandi hitastig og snarminnkandi hrollur.
Og haekkandi sól felur líka í sér ýmislegt skemmtilegt..t.d. tónleika med Belle&Sebastian, Carnaval í Cadíz, heimsóknir frá sárt söknudu fólki o.m.fl.
Margslungin tilvera ekki satt?

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Ég vil bara opinberlega koma á framfaeri miklu thakklaeti til theirra Hildigunnar og Sigrídar sem komu naerfötunum okkar og sokkum í pappakassa og sendu alla leid frá Frankríki til Spanjóla. Thar sem okkur ládist ad taka thessar naudsynjar med okkur er vid héldum heim á leid seinna en aetlast var til í upphafi. Thad ber ad taka fram ad thetta var ekki óhreina tauid, til thess ad koma í veg fyrir alla misskilninga.
Theim verdur launadur thessi greidi sídar, t.d. í formi myndar af sjálfum hársverdi Carrie Bradshaw..

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Heil veridi öll sömul og sael...
Nú er ansi langt um lidid sídan eitthvad hefur verid ritad af viti á thetta sídutetur. Ég skal reyna ad baeta úr thví thar sem Mummi er og mun alltaf vera andhverfur bloggmenningu af öllu tagi og er thadan af í thokkabót afskaplega lengi ad skrifa. Svo er hann núna ad leita ad myndum á netinu til thess ad geta málad á boli handa vinum okkar Blöncu og Dominik sem hafa nú átt afmaeli med afar stuttu millibili.
Jaeja..vid fórum semsagt á afar skemmtilega tónleika í Madríd med Mogwai um sídustu helgi. Tékkudum á naeturlífinu í hverfi sem ber nafnid Malasaña (já..mitt lasagna) og smá á Reina Sofía safninu og bara höfdum thad gaman saman heima hjá Antón bródur Blöncu sem er ad laera kvikmyndaleikstjórn eda e-h slíkt. Já, thad var gaman.
Svo vorum vid ad byrja í nýjum málaskóla sem er afar lítill og inniheldur afar furdulega nemendur (fyrir utan okkur Mumma og Dominik náttúrulega). Ég aetla adeins ad segja ykkur frá bekkjarfélögum okkar.
Fyrst ber ad nefna Tom (52) frá Kaliforníu, vid köllum hann núna crazy-Tom vegna thess ad hann er ofvirkur. Hann tekur nefnilega svona brjálaedisleg köst í tímum. Dominik segir hann vera kaffid sitt í tímum vegna thess ad madur er stödugt ad hrökkva upp vid einhverjar upphrópanir og tryllingsleg hlátursköst "QUÉ PASA HOMBRE....QUÉ PASA EN ESPAÑA...Ohhhhhhh...*ruumrruuum*". Og svo talar hann ákaflega mikla Spanglish semsagt: "Me gustíssimo mucíssimo" t.d.
Svo eru thad hinar finnsku Laura (22) og Suija (22) sem eru graenmetisaetur, ferdast ekki med flugvélum vegna thess ad thaer menga svo hryllilega mikid (voru 72 tíma í lest frá Helsinki til Granada), eru algerlega ekológískar og sídast en ekki síst, par. Svo eru thad tveir japanir sem segja mest lítid, nema svo skyndilega rákumst vid á hann Yuki(23) á Bagdad café med e-h útgáfu Japans af sirkusrottunni. Thá thóttumst vid hafa séd nýja hlid á thessum manni. Svo bara get ég ómögulega munad nafnid á konunni sem er thó adeins 26 ára gömul, hún talar adallega um hvad hún aetlar ad elda í matinn thad kvöldid.
Thess má til gamans geta ad vid Mummi erum ad fara í matarbod til finnsku stelpnanna á morgun. Thad aetti ad verda forvitnilegt, thaer eru nefnilega svona samblanda af persónum úr Fucking Amal og Tilsammans...
Svo aetla ég ekki ad gelyma thví mikilvaegasta hér. Vid erum nefnilega í heilsuraektarátaki!!! Höfum núna farid 3 sinnum út ad hlaupa (á 4 dögum) í Parque Federico Garcia Lorca og höfum hafnad öllum tilbodum um djömm. Thad má thví segja ad vid höfum kynnst ekólógísku lesbíunum á hárréttum tíma.
Ég kved ad sinni og skrifa naest um hvernig reisa á staersta Karnival Spánar var...
Adiós

mánudagur, febrúar 02, 2004

Eiffel, Carrie, Amelie og eplareimar.
Thá höfum vid snúid aftur frá köldum vetri Parísarborgar til eilífs sumars Andalúsíu. Thessi ferd var alveg dásamleg, vid upplifdum snjó og thrumur (í einu), 21 árs afmaeli Hildigunnar, hina dásmlegu og birturíku íbúd stúlknanna, alla dúllana sem vildu ekki sturtast nidur, kvikmyndastjörnur (Mummi telur sig líka hafa séd Benicio del Toro aukadagnn okkar), allar klisjurnar, hipp japani, stórborgar brjálaedi, brjaeldingana í metroinu, smá hraedslu vid skuggalega menn í thessu haettulega heimahverfi stúlknanna, rándýrt kaffi og öl og list og list.....og já, thetta var nú alveg dásamlegt. Svo dásamlegt ad forsjónin sjálf gaf okkur einn aukadag og thad er aldrei ad vita hvad Air Europa gefur okkur í stadinn en thad er önnur saga.
Tútúlú

This page is powered by Blogger. Isn't yours?