<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Tharna komst loks inn bloggid sem ég skrifadi 10 apríl sídastlidinn.
Í dag fóru sídustu gestirnir frá okkur, Sigrún mamma hans Mumma og fraenka hans Ásta. Vid höfdum thad bara mjög rólegt og gott med theim sem var ágaett eftir mína familíu. Vid vorum upptekin vid túrisma og át eiginlega allann tímann sem allt fólkid var hér og svo nokkrar strandferdir. Mummi er nú vel litadur en ég ber samviskusamlega 60 stiga sólaráburd á mína vampýruhúd sem á thad til ad brenna. Auk thess sem akvednir faedingarblettir hafa verid ad fara med ímyndunarafl mitt en eftir heimsókn til húdlaeknis thá er ég áhyggjulaus og med sólarvörn.
Um thessar mundir er 30 stiga hiti og bara sól og svo loks fengum vid nýjann ofn í gaer en thá var thad ordid of seint. Thad er nefnilega barrasta ordid heitt. Eeeen thad getur allt gerst og kannski verdur bara frost eftir viku en ég leyfi mér thó ad stór efast um ad svo sé thar sem langt er lidid á vor og bara naestum komid sumar.
Á eftir stökkvum vid svo upp í lest og förum til Sevilla á hina árlegu feriu de abril sem er víst alveg stórskemmtileg.
besitos

laugardagur, apríl 10, 2004

Ó mí god. Vid Múmíus erum med alla mína födurfjölskyldu auk minnar eigin alfjölskyldu í heimsókn hér hjá okkur, 9 manns ad okkur undanskildum. Thetta hefur verid mikid stress ad redda öllum ad borda á resturöntum (sem vid thekktum ekkert til hér, thangad til thetta gráduga fólk maetti á svaedid) hlaupa med systur mínar á bari og eltast vid feiknarinnar skrúdgöngur thar sem Jesú og María fljóta um risavaxin á risastörum pöllum borin uppi af tugum manna undir grídarlegum lúdrablaestri og trumbuslátti.
Annars hefur thetta verid ansi ljúft. T.d. var farid med mig í búdir (haha) og margar tilraunir gerdar til thess ad gefa drengnum skó thar sem hann gengur nú um í gaudrifnum strigaskóm. Svo er ég daginn inn og út ad leidrétta ítölskufasistana sem tala bara um Piazza nueva og AlaHambra (neeeiiii pabbi ALHAMBRA). Svo má madur ekki hreyfa sig án thess ad madur sé festur á stafraent form.
En ég elska familíuna mína med öllum sínum hávada og veseni og er alveg haest ánaegd!
Jaeja, hafid thad gott esskurnar mínar og gledilegt Päsk.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?